Sumarlok | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sumarlok

Fyrsta ljóðlína:Að sumarlokum við sjáumst aftur
Viðm.ártal:≈ 1984
Að sumarlokum við sjáumst aftur
þá sólin lækkar á himni flug.
Í vitund geymast skal vina kraftur
við vetri fögnum með glöðum hug.

Þó hyljist landið af köldum klaka
og kyrrlát nóttin sé dimm og löng,
í hverjum huga skal vonin vaka
við vetri fögnum með glöðum söng.

Er birtan dvínar og blómin deyja
á braut er sólin svo mild og hlý.
Með von í huga skal vetur þreyja
uns vorið kemur með söng á ný.


Athugagreinar

Ort 20.október 1984 í Árgarði við lagið "You are my sunshine"