Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vögguljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Vögguljóð

Fyrsta ljóðlína:Er húmar og daggeislar dvína
Heimild:Handrit IHJ.
Viðm.ártal:≈ 1859–0
Er húmar og daggeislar dvína
í dimmunni allt verður hljótt
þá sest ég við sængina þína
í svefninn skal vagga þér rótt.

Ég vernda skal vininn minn smáa
og vagga þér hjúfrandi hönd
við sönginn minn sefandi lága
þú svífur í draumanna lönd.

En svefnenglar setjast við þína
sængina og vaka í nótt
er húmar og daggeislar dvína
svo dreymi þig friðsælt og rótt.



Athugagreinar

IHJ skráði eftir höfundi  28/11 ´79 ásamt klausunni, ort fyrir 18-20 árum