Vögguljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vögguljóð

Fyrsta ljóðlína:Er húmar og daggeislar dvína
Heimild:Handrit IHJ.
Viðm.ártal:≈ 1859–0
Er húmar og daggeislar dvína
í dimmunni allt verður hljótt
þá sest ég við sængina þína
í svefninn skal vagga þér rótt.

Ég vernda skal vininn minn smáa
og vagga þér hjúfrandi hönd
við sönginn minn sefandi lága
þú svífur í draumanna lönd.

En svefnenglar setjast við þína
sængina og vaka í nótt
er húmar og daggeislar dvína
svo dreymi þig friðsælt og rótt.



Athugagreinar

IHJ skráði eftir höfundi  28/11 ´79 ásamt klausunni, ort fyrir 18-20 árum