Kveðja til Íslands | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kveðja til Íslands

Fyrsta ljóðlína:Eg elska þig Ísland og muna þig má
bls.19
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1889

Skýringar

Skrifað á leiðinni yfir hafið 1889
1.
Eg elska þig Ísland og muna þig má
ert móðir ástkæra
að berast á öldunum burtu þér frá
vill brjóstið mitt særa.
2.
Eg ann þér af hjarta mitt ástríka Frón
ann þér á ævinnar degi.
Eg hlýt þig að kveðja með syrgjandi són
og sigla á fleyi.
3.
Eg kveðja skal klettana, fossa og fjöll
og frjósama láglendið hlíða
eg kveðja skal jöklana hvíta sem mjöll
með krónuna fríða.
18.
Heil sértu Fjallkonan fríðust og kær
í fjarlægð eg á þig.
Þér ann eg svo lengi að mitt hjarta slær
eg ann þér, þú átt mig.