Nafnlaust ljóð á fyrstu síðu ljóðabókar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Nafnlaust ljóð á fyrstu síðu ljóðabókar

Fyrsta ljóðlína:Á meðan daginn dreymir
bls.5
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Á meðan daginn dreymir
og dýrleg kvöldsól skín
þá kemur hljóðlát huldan
og hvíslar ljóðin sín.

2.
Og meðan ævin endist
eg elska söng og ljóð
þótt annað allt um þrotni
eg á þann dýra sjóð.

3.
Uns sólin fellur síðast
og svarta nótt að fer
eg minnist máls í ljóði
- á meðan dagur er. -