Mannlýsing | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Mannlýsing

Fyrsta ljóðlína:Þú mig biður (það er skylt
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Þú mig biður (það er skylt
þína bæn að gera)
Kirkjuvíkur kristinn pilt
karakterísera.
2.
Trúarbrögðin hans ég held
hvikulari en skarið:
Eitt í gærkveld, annað í kveld
allt er á morgun farið.
3.
Himnaríki er hér og þar
hérna og úti á sviði.
Andskotinn er ekki par
allt er tarna á riði.
4.
Hann í kvenna ástum er
áfjáðari en hrútur
ef ákavíti í hann fer
átta potta kútur.
5.
Hann í Njarðvík hefir bú
hleður barna grúa
uns af jörðu öll fer trú
ætlar þar að búa.
6.
Hans ég listir tamar tel
trautt er karl óslyngur:
Málar, reiknar, ritar vel
rekur við og syngur.