Andlát bróður míns Jóns | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1283)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Andlát bróður míns Jóns

Fyrsta ljóðlína:Sólin, hún settist í hafið
Heimild:Ég skal.
bls.49
Viðm.ártal:≈ 2000
1.
Sólin, hún settist í hafið
síðla í vestri í kvöld
og glitofin gullroðin skýin
gældu við húmsins tjöld.
2.
Hún átti að rísa að morgni
í austri, að vanda á ný
en nú byrgðu kolsvartir klakkar
og kólgusvört óveðursský.
3.
Gest hafði borið að garði
gestinn með bitrasta ljáinn
minningar byltast í brjósti
bróðir minn yngsti er dáinn.