Andlát bróður míns Jóns | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Andlát bróður míns Jóns

Fyrsta ljóðlína:Sólin, hún settist í hafið
Heimild:Ég skal.
bls.49
Viðm.ártal:≈ 2000
1.
Sólin, hún settist í hafið
síðla í vestri í kvöld
og glitofin gullroðin skýin
gældu við húmsins tjöld.
2.
Hún átti að rísa að morgni
í austri, að vanda á ný
en nú byrgðu kolsvartir klakkar
og kólgusvört óveðursský.
3.
Gest hafði borið að garði
gestinn með bitrasta ljáinn
minningar byltast í brjósti
bróðir minn yngsti er dáinn.