Þula | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þula

Fyrsta ljóðlína:Hestur minn stendur á Haugi
bls.247
Viðm.ártal:≈ 1825
Flokkur:Þululjóð
Hestur minn stendur á Haugi
veit eg hann heitir Baugi
með bandfögru beisli
eg beitti honum fram á heiði.
Heyrði eg uglu æpa
en í kórnum syngja.*
Hvert varstu gengin, Guðrún,
glöð undir sólu?
Eg sat undir eikinni** háu
hvítt nam letur líta.
Stendur alfögur og keik
mikillát og kyrr
fyrir kirkjudyr
leggur ljómann af
langt úr á haf
og í hverja vík
sú er fæstum lík.

* Aðrir
Upp stóð eg einnig
þá allir menn sváfu.
** Aðrir: öxlinni