Andsvar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Andsvar

Fyrsta ljóðlína:Elsku manns á eigin reit
bls.160
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Elsku manns á eigin reit
enginn skyldi lasta.
Ást við mína eigin sveit
ungur batt ég fasta.
2.
Nauman skammt ég nægja læt:
Nokkur mun ei vafi
að eins er barni móðir mæt
minnstan auð þó hafi.
3.
Þó að bæði basl og stríð
bikar lífsins fylli
vil ég enda ævitíð
arma hennar milli.


Athugagreinar

Höfundi var boðin jörð í fjarlægri sveit og lýst fyrir honum hvað hans sveit væri köld og fátæk og fráleitt væri að sjá eftir æskustöðvunum.