Gamla slóðin | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Gamla slóðin

Fyrsta ljóðlína:Gamla slóðin gefur sýn
Heimild:Burknar.
bls.64
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Gamla slóðin gefur sýn
gegnum aldaraðir.
Mörkin þar á settu sín
sorgbitnir og glaðir.
2.
Fjöldinn hefur fótspor þar
fest á jarðarklæði.
Eftir liðnar aldirnar
öðrum kenna fræði.
3.
Oft má rekja ævisögn
eftir gömlum slóðum.
Þar sem lágu rekka rögn
rík af minjasjóðum.
4.
Inn til dala, út með sjá
uppi á landsins heiðum.
Gamla slóðin greinir frá
gengnum ævileiðum.