Vísur um heimilisfólkið Kambshóli | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vísur um heimilisfólkið Kambshóli

Fyrsta ljóðlína:Kem ég enn í Kambshól inn
bls.31
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Kem ég enn í Kambshól inn
því köld sé vætumugga
vandaðan þar vin ég finn
sem vann mig ætíð hugga.
2.
Þó ljósið augna ei logi glatt
og löng sé næturvaka
hefir margan svangan satt
sómamennið spaka.
3.
Þar sem blómgast Þorsteins nafn
þel síns föður ber hann
allt eins vandað vina safn
valmenni því er hann.
4.
Bústýran er besta fljóð
bæjarprýði lipur
indælt skín þar ættarblóð
Ásbjörns kæri svipur.
5.
Þessi skulu Eyjólfs orð
innri manninn sýna
og fyrir ykkur bera á borð
blessun guðs og sína.


Athugagreinar

Lbs. 3867 4to