Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Hundurinn Doggur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Hundurinn Doggur

Fyrsta ljóðlína:Hundurinn Doggur
bls.46
Viðm.ártal:≈ 1975
Hundurinn Doggur
elti rútuna.
Hundurinn Doggur
gelti að rútunni.
Hundurinn Doggur
glefsaði í rútuna.
Hundurinn Doggur
varð undir rútunni.

Hundurinn Doggur
skildi ekki
galdur hraðans.
Hundurinn Doggur
skildi ekki
hringferð hjólsins.
Hundurinn Doggur
skildi ekki
eðli beygjunnar.
Hundurinn Doggur
skildi ekki töfra rútualdar.
Hundurinn Doggur
féll sem fávís hetja.

Af dauða hundsins Doggs
skaltu draga þetta dæmi:
berðu reiði þína aldrei
út á þjóðveginn!