Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ungu meyjar! | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Ungu meyjar!

Fyrsta ljóðlína:Blysin loga björt í austri
Heimild:Hlín.
bls.3. árg. 3-4
Viðm.ártal:≈ 1925
Ungu meyjar, Íslandsdætur!
ykkar signi’ eg full.
Sólarbörn, í sálum ykkar
sé jeg rauðagull.
Framtíðin er ykkar arinn,
ykkar réttur lögum varinn.
Sigurglaða söngva’ eg heyri
svífa’ um dal og eyri.

Sé eg mömmu’ og ömmu ykkar
oft við dapra glóð
geyma eldinn innst í sálu,
en ótal björg á slóð.
Þær hafa gengið þrautasprettinn
þið að erfðum takið réttinn
nýjar vonir, nýja tíma
nægtir við að glíma.

Blysin loga björt í austri
birtu slær um jörð —
Vakið, hlustið, veðragnýrinn
vekur lífsins hjörð.
Nýi tíminn kallar, hvetur
krafta’ á vogarskálir setur.
Ungu meyjar, birtu boðar
bjarmi’, er fjöllin roðar.

Litlu meyjar, landsins dætur
lesið nú mín stef
eygi’ eg blóm á Iðavelli
ykkur þau eg gef.
Ykkur vermir aldarsólin
ykkur helgast menntaskjólin
ykkar starf mun auðga landið
efla systrabandið.


Athugagreinar

Dulnefni höfundar er Freyja.