Svipsýn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Svipsýn

Fyrsta ljóðlína:Kvölda tekur á Kaldadal
bls.9
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Kvölda tekur á Kaldadal
kveður hin lága sól
refur skimar í austurátt
einmana á gráum hól.
2.
Kulið á dimmum Kaldadal
kyrjar sitt dapra stef.
Andartak þar fyrir augu ber
hinn ókunna fjallaref.
3.
Grafin í sand eru gömul spor
gengin hin lága sól.
Kvöldskugginn leggst yfir Kaldadal
– og hvítur refur á hól.
4.
Refinn hvíta á Kaldadal
við kvöldhimin rauðan ber.
Enginn veit hvaðan kom hann sá
né hvert hann að lokum fer.