Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Jól | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Jól

Fyrsta ljóðlína:Sjá, jólin koma. Eg er ennþá barn,
Heimild:Einherji.
bls.4. árg 1935 fö. 20/12
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Sjá, jólin koma. Eg er ennþá barn,
og ennþá mun eg fagna þeim af hjarta
þau eru þeim, sem eigra um eyðihjarn
sem áður fyrri, leiðarstjarnan bjarta.
2.
Nær tugi sex eg séð hef jólin nú
í sölum björtum og í kotungshreysi.
Við gnægtir fullar og við örsnautt bú
en engin lifað þó í gleðileysi.
3.
Því jafnvel þeir, er sorgir þungar þjá
svo þróttinn brestur, sjá við jólatíðir
á lífsins myrkur ljóssins bjarma slá
svo lifnar von um betri hag um síðir.
4.
Sjá, jólin koma. Lyft þú höfði hátt
mót honum, sem að jólanóttu fæddist.
Og vit hann hefir vilja bæði og mátt
að veita styrk svo sérhvert mein þitt græddist.
5.
Vér fögnum þér með lotning, herra hár.
Í hjörtu vor lát streyma blessun þína.
Og þerrðu af allra augum sorgartár.
Um alla byggð Iát gleðiljósin skína.


Athugagreinar

Tímarit.is: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=335654&pageId=5291142&lang=is&q=EINHERJI%20EINHERJI
Ritstjóri, ábyrgðarmaður og mögulega höfundur ljóðsins er Hannes Jónasson f.10. apríl 1877 - 2. maí 1957 Húsmaður í Saurbæ í Siglufirði 1910. Bóksali á Siglufirði 1930. Bóksali og ritstjóri á Akureyri og á Siglufirði.