Hjálmarskviða - upphafsvísur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hjálmarskviða - upphafsvísur

Fyrsta ljóðlína:Þögnin rýrist róms um veg,
bls.120
Viðm.ártal:≈ 1875
Þögnin rýrist róms um veg,
raddir skírist háu;
kvæði stýra í vil eg
æfintýri smáu.

Efnið fjáð að fegurð mér
fræða tjáðu vinir;
margir áður um það hér
Íslands kváðu synir.

Bið eg þjóð ei þenki svinn,
þanka fróð í setri,
að ég hróður ætli minn
eldri ljóðum betri.

Hitt var meining mín – sem bið
mærðar greinist vinum –
ljóða hreina lögun við
líkjast reyna hinum.