Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sumardraumur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)
1.
Ég þrái sólbjartan sumardag
og söngva fuglanna í dalnum heima.
Við fossana hlusta á fallandans lag
sjá fjallalækina hvíslandi streyma.
2.
Þar brosandi sólgeislar berast um dalinn
og blómanna litskrúð þúsundfalda.
Friðurinn einkennir fjallasalinn
falinn í bládjúpi himintjalda.
3.
Heiðgolan frjáls eins og hugur manns
háfjallabúunum svalar.
Fegurðarauðlegð míns ættarlands
óskamál hjartans talar.
4.
Heillandi óma ég heyri á stundum
hljóma sem bergmál frá Íslands dölum.
Þótt skógarnir ilmi með skuggsælum lundum
og skrautið ljómi í glæstum sölum.
5.
Í fjarlægð ég hlusta á það fagnaðarlag
um föðurlandið er mig að dreyma.
Ég þrái sólbjartan sumardag
og söngva fuglanna í dalnum heima.