Gleðin | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Gleðin

Fyrsta ljóðlína:Gleði vor er hin rauða rós
bls.149-150
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Gleði vor er hin rauða rós
er rjóðar veikan og bleikan;
það er hún sem leiðir í ljós
lífið og ódauðleikann.
2.
Og hvort sem ég leggst með logandi vín
í laut, eða á hinsta beðinn
svæfillinn minn og sængin mín
sértu mér, blessuð gleðin.