Nafnlaust | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Nafnlaust

Fyrsta ljóðlína:Sæmundur Magnússonur Hólm
bls.II 31-32
Viðm.ártal:≈ 1825
Sæmundur Magnússonur Hólm
vindanna vængjum á
vatt sér málunum frá.
Forlög þó hann ásæktu ólm
aurinn hann óð í kvið
óvinir skelfdust við.
Sæmundi Magnússyni Hólm
hamingjan hrynji í skaut
hverfi ólán á braut.
Prósessa lystin linni ólm
rósemdar reyni hann kost
rétt eins og maur í ost.
Sæmundar Magnússonar Hólm
suður var för á land
að fanga sitt fyrra stand.
Stiklaði svo í Stykkishólm
makt við það missti hinn
millibilsklerkurinn.


Athugagreinar

Tilefni vísnanna voru kærumál milli sr. Sæmundar og kapeláns hans Gísla Ólafssonar frá Skerðingsstöðum. Var það fyrst dæmt heima í héraði og leit út fyrir að sr. Sæmundur hefði sneypu af málinu, en landsyfirréttur gerði lítið úr því á báða bóga.