Vinsamleg tilmæli | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vinsamleg tilmæli

Fyrsta ljóðlína:Ég veit - er ég dey - svo að verði ég grátinn
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Ég veit - er ég dey - svo að verði ég grátinn,
þar verðurðu eflaust til taks.
En ætlirðu blómsveig að leggj´á mig látinn
- þá láttu mig fá hann strax.
2.
Og mig, eins og aðra, sem afbragðsmenn deyja,
í annála skrásetur þú;
og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja,
en - segðu það heldur nú.
3.
Og vilji menn þökk mínum verðleikum sýna,
þá verður það eflaust þú,
sem sjóð lætur stofna í minningu mína,
en - mér kæmi hann betur nú.
4.
Og mannúðarduluna þekki ég þína,
sem þenurðu dánum í hag.
En ætlirð´að breiða yfir brestina mína,
þá breidd´yfir þá í dag.


Athugagreinar

Heimildamaðurinn, Berglind Gunnarsdóttir, greinir í bréfi dags.4/6 2017 frá höfundarlausu „kvæði sem ég skrifaði niður eftir innrömmuðu blaði á vegg í húsi á Eyrarbakka þar sem ég kom eitt sinn. Það átti samhljóm við kvæði eftir Pétur Beinteinsson frá Grafardal, elsta bróður Sveinbjarnar allsherjargoða, en um hann gerði ég útvarpsþátt einu sinni sem kom svo á prent í Borgfirðingabók.