Ég hylli þig Húnaþing | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ég hylli þig Húnaþing

Fyrsta ljóðlína:Ég hylli þig Húnaþing
bls.2014 bls. 31
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Ég hylli þig Húnaþing
með heiðar og dali.
Með fjallanna fagran hring
með fossanna hjali.
Á tindum er gullin glóð
og glampar á voga.
Ég flyt þér minn ástaróð
þetta örstutta ljóð.
2.
Ég fann aldrei fegri reit.
Ég fann aldrei grænni sveit.
Hér leikur sér lax í röst
með leiftrandi sporðaköst.
Ég hylli þig Húnaþing
og hér vil ég una.
Ég flyt þér minn ástaróð
þetta örstutta ljóð.