Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Þorvaldur Thoroddsen – Með mynd í „Óðni“; nálægt sextugsafmæli hans. | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Þorvaldur Thoroddsen – Með mynd í „Óðni“; nálægt sextugsafmæli hans.

Fyrsta ljóðlína:Yfir eldhraun
bls.57-63
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Ævikvæði
1.
Yfir eldhraun
eyðisanda
og sprungna jökla
spor hans liggja.
Fræðasjóði
sem fólgnir voru
sótti´ hann á öræfi
ættlands síns.
2.
Var hann ungur
er hann veg sér kaus
um óruddar leiðir
ofar byggðum;
og tröllgeymd
um tugi alda
réð dulskráð
rúnaspjöld.
3.
Þar af jötnum
jökulhalla
og hulduljóð
heiðatinda
og eldvættum
undirheima
fræddist hann um fortíð
og framtíð lands.
4.
Gáð var af tindi
glöggu auga
yfir foldu
sem opna bók:
Ýmist jökla
eða elda fingrum
letrið var í berg
landsins saga.
5.
Enginn hefur
eins og hann
lesið leyndarmál
lands og þjóðar.
Enginn sem hann
hefur eyra lagt
við hjartslætti
Heklu foldar.
6.
Enginn hefur rakið
eins og hann
hugsanaþræði
horfins tíma.
Engum manni
eins og honum.
legið hefur opin
landsins sál.
7.
Því að huldumál
héraðsvætta
og ljóðskraf
lindadísa
og dvergmál
dökkbjarga
lært hefur hann
og í letur fært.
8.
Fegurð lands
af fjallatindum
sá hann í síbirtu
sólmánaðar.
Upp um gnípurnar
á hann spor
þar sem engir
áður stóðu.
9.
Stóð hann þar
sem hin stóru fljót
í reifum liggja
í risaörmum
og vættir öræfa
vögguljóð
kveða við upptök
kaldra strauma.
10.
Sál vors lands
og sagnaheimur
er að hálfu
á heiðum uppi
en í sveitum
og útverum
og á hafmiðum
að hálfu.
11.
Höfum því í huga
að hálfséð er aðeins
land frá legi
og lágströndum
en fullséð fyrst
af fjallhæðum
úr hamravígi
hauks og arnar.
12.
Þannig hefur Þorvaldur
þetta land
frá öræfum kannað
til útnesja
og saman dregið
sagna forða
um lífskjör landsmanna
á liðnum árum.
13.
Svo hefur fróðleikur
forn og nýr
auður eigin
athugana
sagnir liðinna
og lifandi manna
runnið saman
í ritum hans.
14.
Langan veg
milli lands horna
fór fram á fáki
um fjöll og dali.
En litlu skemmri
munu leiðir þær
sem penni hans fór
á pappírsblaði.
15.
Standa eftir hann
stórvirki
þörf, unnin
þjóð og landi.
Því mun og uppi
Þorvalds nafn
meðan Fróns er
í fræðum getið.