Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ströndungamál | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Ströndungamál

Fyrsta ljóðlína:Kom heill á Strandir, herra snjalli
bls.131-133
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

til forseta Íslands og forsetafrúarinnar að Hólmavík 6. júlí 1954
1.
Kom heill á Strandir, herra snjalli
Hilmis jafni, í Drottins nafni.
Þjóð velkominn þig vil bjóða
og þína frú, af geði trúu.
Íslands forseta auðnu prísa
í orði jafnt og á reiddu borði
allar góðvættir, hans og hylla
hæsta tign og mennsku glæsta.
2.
Frjáls er þjóð og fallið helsi
fögur tíð á sumri blíðu
angan blóma yrkir langan
unaðsseið á fólksins leiðum.
Yljar sól um unnarhylji
andar blær um reistar Strandir.
Fagna af alhug fljóð og bragnar
frelsis merkisbera sterkum.
3.
Hér á Ströndum standa berar
standbergshallir í hverju fjalli
sorfnar ísi og sundur skornar
syngja hátt við veðrasláttinn.
Þangað hafa lýðir löngum
leitað styrks á tíðum myrkum
fjalls í eggjum eggjan snjalla
átt til dáða og bjargarráða.
4.
Strandabúar aldrei undu
ofurríki í neinu líki,
frelsi unnu, hötuðu helsi
hugdjarfir í þörfu starfi.
Fögnuðu af alhug frelsismögnum.
Forsetann því hylla og meta,
þegnar hans af heilu megni,
hjarta og sál í frelsismálum.
5.
Áður fyrr af okkar láði
utanför af risnu gjörðu,
frjálsir menn og fullum hálsi
fengu lof í kvennastofu.
Sigldu höf í sómafylgdum,
sóttu heim gram og hlutu frama.
Orðstír lands þeir utan báru
efldu hróður sinnar þjóðar.
6.
Í dag er enn hin sama saga,
siglt er skeið um Ránarleiðir.
Enn við víkingseðlið kennum,
enn til frægðar sótt og gnægðar.
Hróður Íslands með öðrum þjóðum
eflir slyngur þjóðhöfðingi.
Menning vorri vekur kynni
vitur meðan á stóli situr
7.
Stund er björt og sómi er sýndur,
sitja að borði á Ströndum norður
gestir tveir sem teljast bestir
tignin hæst og konan glæsta.
Biðjum við að blessun friðar
blómgist kringum þjóðhöfðingjann.
Þjóðin öll skal örugg meðan
Íslands hróður á slíkan bróður.