Jóla-Gunna | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Jóla-Gunna

Fyrsta ljóðlína:Þó að gjóla blási brýn
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Þó að gjóla blási brýn
byrgi sól og herði pín
Mörkin kjóla kostafín
kemur „Jóla-Gunna mín,“
2.
Vit bætist, en heimska hrín
heims á lysting skylt við svín.
Traust á Krist sé trúin þín
tengdasystur dóttir mín.
3.
Óskar glósan er sú mín
að þú drósin siðafín
öðlist hrós sem eilíft skín
eins og Rósa móðir þín.


Athugagreinar