Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Heimur sem ekki gat orðið I | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Heimur sem ekki gat orðið I

Fyrsta ljóðlína:Inni í reiðum manni
bls.39
Viðm.ártal:≈ 2000
Inni í reiðum manni
er hræddur maður
í leit að valdi
yfir sjálfum sér
og okkur.

Orð frá djúpum rótum
spretta fram;
gamalkunn orð hinna ungu:

Það verður að þvo veröldina hreina!
Brjótum niður
allar viðteknar hugmyndir!
Eyðum hinum gamla heimi!
Byggjum nýjan frá grunni!

Hvað merkja slík orð?
Ekkert,
annað en það
að þú ert lítill, hræddur maður,
sem reynir að ná tökum á sjálfum þér
í heimi sem þú óttast.

Sýnir gömul tilþrif skepnunnar
í ótryggum heimi von
um að enginn ráðist á þig.