Bernskuminningar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Bernskuminningar

Fyrsta ljóðlína:Er vorgolan strýkur vinarhönd
bls.105
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Er vorgolan strýkur vinarhönd
um vanga, mig tekur að dreyma
blæ með ilmi frá bernskuströnd
og brekkunum mínum heima.
2.
Þar átti ég marga yndisstund
á æskunnar glaða vori
nú minninganna ég flýg á fund
og fagna í hverju spori.
3.
Bæinn minn kæra á blómskreyttum hól,
brekkur og dalverpi kenni,
þar daggperlur glitra, í sindrandi sól
er sjónum yfir þar renni.
4.
Hér áttum við systkini björgulegt bú
und berginu skammt frá bænum,
með leggi og skeljar við lékum þar prúð
í ljómandi hásumar – blænum.
5.
Er mjöllin sig breiðir um brekkurnar köld
við brunum á sleða og skíðum
óspillta gleðin þá öll hefur völd
já – engu í framtíð við kvíðum.
6.
Þannig var bernskan, svo björt og hlý
blessaðri sveitinni heima
að unaðar strengirnir óma á ný
sem yndi er í hjartanu að geyma.
7.
Er haustkvöldið vefur sitt húm yfir lönd
er hjalað við ástvin í leynum
þá eygjum í hillingu óskanna strönd
sem ennþá í minningu geymum.