Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenska |
Flokkar
Allt (1291)
Afmæliskvæði (11)
Ástarljóð (10)
Baráttukvæði (3)
barnagælur (1)
Biblíuljóð (3)
Brúðkaupsljóð (1)
Daglegt amstur (8)
Eftirmæli (13)
Ferðavísur (3)
Formannavísur (1)
Fræðsluljóð (1)
Gamankvæði (18)
Háðkvæði (8)
Hátíðaljóð (2)
Heilræði (1)
Hestavísur (2)
Hindisvík (2)
Holtavörðuheiði (3)
Húnaþing (8)
Húnvetningar (7)
Hyllingarkvæði (4)
Jóðmæli (1)
Jólaljóð (3)
Kappakvæði (1)
Lífsspeki (2)
Ljóðabréf (6)
Náttúruljóð (48)
Oddi (1)
Rímur (1)
Sagnakvæði (1)
Sálmar (2)
Sálmur (2)
Skáldsþankar (44)
Strandir (2)
Söguljóð (11)
Söngvamál (1)
Tíðavísur (1)
Tregaljóð (4)
Þululjóð (1)
Ættjarðarkvæði (15)
Ævikvæði (2)
Guðmundur biskup Arason hinn góðiFyrsta ljóðlína:Hann gladdi menn og græddi
Höfundur:Rósa B. Blöndals
Heimild:Fjallaglóð. Viðm.ártal:≈ 1950
1. Hann gladdi menn og græddiog greiddi úr málum vöndum og glæddi trú í landi og bæn hans vakir ennþá í blænum yfir Ströndum, hans blessun, tign og andi.
2. Hann stráði jarðarauðiog öllu stólsins brauði til aumra manna og hrjáðra, þeim köldu og hröktu klæði og koss og hjartans gæði, og kraup að beði þjáðra.
3. Hann illri öld var sendurmeð einar bænahendur og elsku Drottins hreina, með æskueld í máli, Guðs orð af vilja og stáli, sem öldin fékk að reyna.
4. Þá öld bar hæst í óði,með ættarvíg og blóði, í orði rofnu og morði, í sverða söng og eldi, í sókn um auð og veldi, í sögu og krossins orði.
5. Þótt burt sé borinn heiðurog burt sé loginn eiður, og biskup landsins smáður, hann vígir vötn og lindir og vita Drottins kyndir og varðar leið sem áður.
6. Frá klausturrústum köldumber klukknahljóm úr öldum, og kyndlar þeirra lýsa. Af rústum rís það aftur, sem reyndist þjóðarkraftur, og rétta leið skal lýsa.
7. Enn blessa biskups hendurvort bjarta land og strendur af bláum gyrtar sænum. Hann biður ljóss hjá lýðum í landsins byggðum fríðum, sem lýsi og ylji bænum.
8. Ég ótal raddir heyriaf engilblíðum kliði, sem öldukvak hjá sandi, og vorsins djúpa samhljóm í vígðra linda niði frá vökumannsins landi. |