Sálmur 586 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sálmur 586

Fyrsta ljóðlína:Þú sem líf af lífi gefur
Viðm.ártal:≈ 1975
Þú sem líf af lífi gefur
lætur vakna þann er sefur
veittu mér að vilja finna
veginn lærisveina þinna.
Hér til borðs með þér og þínum,
þökk er efst í huga mínum.
Lífsins brauð og bikar veitir
blessun þeim, sem vill og neytir.