Úr ljóðabréfi | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Úr ljóðabréfi

Fyrsta ljóðlína:Ægis jóðin öldruðu
bls.78-79
Viðm.ártal:≈ 1819
Flokkur:Ljóðabréf
1.
Ægis jóðin öldruðu
ill með hljóðin skvöldruðu,
straums um slóð ei stöldruðu,
stundu móð og nöldruðu,
2.
Hvals um engi Hræsvelgur
hrein við strengi skapillur,
undir mengi alvotur
öslaði lengi byrðingur.
3.
Reflum skreytti rásóti
rennslis neytti sá gljóti,
öldum beitti á móti,
af sér þeytti sjáróti.
4.
Láin hrundi, reyndist röng,
ráin stundi, hjólið söng,
voðin drundi um Glammagöng,
gnoðin dundi rúmalöng.

Í sama ljóðabréfi er:

Svona hjólið happa dvín,
hvar á stólar öldin fín.
Gráts um ból að gátu mín,
gleðisólin misjafnt skín.


Athugagreinar

Þessar snjöllu siglingavísur eru úr ljóðabréfi er Hreggviður sendi Margréti Pálsdóttur á Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum árið 1819.
Ljóðabréfið er prentað í Hafurskinnu 1. hefti Ak. 1944