Ort á hátíðasamkomu við vígslu Reykjaréttar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ort á hátíðasamkomu við vígslu Reykjaréttar

Fyrsta ljóðlína:Öðrum nýrri er sú frétt
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Mbl. 13/9 1981
1.
Öðrum nýrri er sú frétt
að endurbyggða Skeiðarétt
eftir fjögra ára slag
eigi að vígja á höfuðdag.
2.
Þó að hér sé fátt um féð
fæ ég ekki betur séð
en að mörgum gatan greið
gerist núna upp á Skeið.
3.
Minnast vilja menn í kvöld
mannvirkis sem heila öld
staðið hefur af sé öll
ofviðri og skýjaföll.
4.
Sögu hennar sagt ei get
en sjálfsagt hefur meira ket
dregist inn í dilka þar
en dæmi fást um víðast hvar.
5.
Ósk þá set ég efst á blað
aldrei hljóðni á þessum stað
rollujarm í réttunum
né rifrildið í hundunum.
6.
Þó að búmark bændunum
bjóði að fækka sauðkindum
Skeiðaréttir fjöldi fjár
fylli næstu hundrað ár.