Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Á póstkort til Kaupmannahafnar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Á póstkort til Kaupmannahafnar

Fyrsta ljóðlína:Austur um dimmblátt Eyrarsund
bls.29.11.64
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Þórunn Sívertsen hafði þegið pennastöng frá Ríkharði frænda sínum Jónssyni meðan hann var við listnám í Kaupmannahöfn (1917) og sendi honum póstkort út til Hafnar. Á kortinu var mynd af Arnesi útileguþjófi sem einu sinni lá úti í Akrafjalli. Á teikningunni var Arnes með grautarask á hnjánum. Vísurnar skrifaði Þórunn aftan á kortið:
1.
Austur um dimmblátt Eyrarsund
yfir strönd og voga
sendist Aron á þinn fund
eins og fætur toga.
2.
Hann á að flytja fyrir mig
fullan ask af gæðum
og steypa þeim öllum yfir þig
ofan af Sigurhæðum.
3.
En Arnes fékk það orð á sig
að ekki væri hann frómur.
Skal því ekki undra mig
þó askurinn væri tómur.