Af Svörtukvíslareyri | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Af Svörtukvíslareyri

Fyrsta ljóðlína:Ýms upp rifjast atvikin
bls.90
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ýms upp rifjast atvikin
óm ég liðinn heyra
er ég lít í síðsta sinn
Svörtukvíslareyri.
2.
Hér var ærslaáfanginn
áratugi fleiri.
Nú ber sorgarsvipbrigðin
Svörtukvíslareyri.
3.
Æfð var mörg ein íþróttin
og arnar flíkað leiri
og margur sopinn seytillinn
á Svörtukvíslareyri.
4.
Alheimsdrottinn mikli minn
mína bæn þú heyri
vernda og blessa sérhvert sinn
Svörtukvíslareyri.
5.
Óðum styttist áfanginn
en annar byrjar meiri
Leggst ég brátt í síðasta sinn
á svörtu kvíslar eyri.
6.
Frænda og vina flokkurinn
farinn heims af leiri
fagnar mér í fyrsta sinn
á fögru kvíslar eyri.