Morgunandakt | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Morgunandakt

Fyrsta ljóðlína:Ég sit út við gluggann
Heimild:Skriplur.
bls.10
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Skáldsþankar
Ég sit út við gluggann
og horfi á morguninn vakna.
Á austurhimni er roði
og blá heiðríkja við sjóndeildarbaug
það birtir af degi
og fuglarnir fjaðrirnar snyrta
eftir djúpan svefn
með höfuð undir væng.