Hörkur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hörkur

Fyrsta ljóðlína:Hljóðnað hefur söngfugl
bls.31
Viðm.ártal:≈ 0
Hljóðnað hefur söngfugl
á svipvindatíð.
Sumarið er fjarri
og hélukló á glugga.
Í jökulheimi glampar
á járn og stál og gull
en jarðir drúpa hálfar
í arnarvængja skugga.

Refur smýgur urðir
og refur setur lög
í ríki þessu
slóttugur í spori.
Um sólskinslöndin horfnu
berst valsins veiðigól
og vargar svartir krunka dátt
í gori.

Hljóðnað hefur söngfugl
á svipvindatíð.
Syngja mun hann aftur
að vori.