Endurórun | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Endurórun

Fyrsta ljóðlína:Það var undir morgun og mig var að dreyma
bls.68
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1950
Flokkur:Skáldsþankar
1.
Það var undir morgun og mig var að dreyma
Mér fannst ég heima.
Ég kom neðan hólinn og hjó mér þar sporin
í hálku og snævi.
Sá draumur var kaldur sem umliðin ævi.
2.
Og ég fann að brattinn óx meira og meira
mér virtist fleira:
Að ísinn sem glotti á götunni minni
og gerði mér baga
væri´ innanhússklaki´ hinna umliðnu daga.