Ég vildi . . . | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ég vildi . . .

Fyrsta ljóðlína:Ég vildi´ að ég væri fiskur með fölu, köldu blóði
bls.72
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Skáldsþankar
1.
Ég vildi´ eg væri fiskur með fölu, köldu blóði
og fengi að lifa í hljóði
í djúpum bláum hyli.
Því svali vatnsins mildaði, ef sólarsteikjan glóði
og sumra milli lúrði ég að baki klakaþili.
2.
Ég vildi´ eg væri kvistur á Sandi sunnarlega
og sæi ei til vega
með spörk og svanga munna.
Í heiði ljós ég drykki, í hreggi skýsins trega

og hleypti sterkum rótum til melsins innstu grunna.
3.
En ég er eins og haglið, sem stormur fyrir fleygir
er fellið kollinn reigir
og stendur af sér fokin.
Svo snjáist ég og lýja mig þeir löngu krókavegir
verð lagður fyrir smækkaður og kældur undir lokin.