Svarið | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Svarið

Fyrsta ljóðlína:Þá ein eg lagði út á haf
Viðm.ártal:≈ 1889

Skýringar

Skrifað í fyrstu viku í þessu landi(Vesturheimi), að eg var kölluð áræðin að fara ein míns liðs að heiman og hingað í ókunnugt land.
Þá ein eg lagði út á haf
engum tilheyrandi
eg bað þann guð, sem gæsku gaf
mín gæta á sjó og landi.


Síðan hefur sannur guð
sent mér styrk frá hæðum
og veitt mér skyn að eignast auð
af hans náðar gæðum.