Jón Ólafsson frá Grunnavík | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Jón Ólafsson frá Grunnavík 1705–1779

FIMM LAUSAVÍSUR
Jón fæddist í Grunnavík 1705. Þaðan fór hann sjö vetra barn með móður sinni prestsekkju, ólst upp í Víðidalstungu með menntafólki og starfaði fullorðinn nærri ævilangt að skriftum á Árnasafni í Kaupmannahöfn í meinleysi og hægð eins og hann sjálfur kemst að orði. Á ævikvöldi í Höfn minnist hann fæðingarstaðar síns í Jökulfjörðum þá farinn maður að heilsu:
Sú grunna lukka frá Grunnavík
(gefast og svo dæmin slík)
sjötíu og þrjú ár sært hefur mig
sannlega og valið mér raunanna stig.
En það gleður mig, að endinn á
öllu því buldri er nærri mér hjá.
Árbók FÍ 1994/Guðrún Ása Grímsdóttir

Jón Ólafsson frá Grunnavík höfundur

Lausavísur
Leggja máttu lofs í skál
Minn hefur penninn mjög so þrátt
Sagan nú á enda er
Stælt hugprýðis stillta
Sú grunna lukka frá Grunnavík