Þorbergur Björnsson smiður Miðhópi Hún. | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þorbergur Björnsson smiður Miðhópi Hún. f. 1808

SJÖ LAUSAVÍSUR
Smiður víða í Húnavatnsþingi. Bóndi á Auðunarstöðum, Miðhópi og Stóru-Borg. Erlendur á Mörk telur Þorberg frá Þingeyri góðan smiður og hagyrðingur og var samtíða foreldrum Erlendar þegar þau voru vinnuhjú á Kolugili. Erlendur Guðmundsson/Heima og heiman.
Í manntali 1850 er Þorbergur Björnsson ekkill, vinnumaður og smiður á Þingeyrum, 40 ára að aldri, fæddur vestur á Svarfhóli í Garpsdal en er titlaður bóndi á Auðunarstöðum 1845 en síðar smiður í Miðhópi og trésmiður á Stóruborg 1870. Trúlega er hér um sama mann að ræða en ruglast hafa þorpið Þingeyri við Dýrafjörð og jörðin Þingeyrar í Húnaþingi.

Þorbergur Björnsson smiður Miðhópi Hún. höfundur

Lausavísur
Árið sem hún Dimma dó
Eg er kominn senn í sæng
Eyjan spjalda fái frið
Forn í geði, fáum kær
Niður setja má ég mig
Þarna var ég vestur frá
Þraut á dynur það er bágt