Finnbogi Kristófersson Galtarholti Borgarhreppi 1849–1909
EIN LAUSAVÍSA
Finnbogi Kristófersson var fæddur í Svignaskarði í Mýrasýslu 20. apríl 1849, sonur hjónanna Kristófers Finnbogasonar og Helgu Pétursdóttur Ottesen, sýslumanns í Svignaskarði. Finnbogi ólst upp hjá foreldrum sínum en þau bjuggu í Svignaskarði, Sólheimatungu og síðast og lengst á Stórafjalli í Borgarhreppi og munu þau hafa búið góðu búi og heimilið með menningarbrag. Er foreldrar Finnboga hættu búskap 1883, gerðist hann lausamaður á ýmsum bæjum í Borgarhreppi, s.s. Galtarholti, Jarðlangsstöðum, Beigalda og Ölvaldsstöðum, en árið 1907 flutti hann MEIRA ↲
Finnbogi Kristófersson var fæddur í Svignaskarði í Mýrasýslu 20. apríl 1849, sonur hjónanna Kristófers Finnbogasonar og Helgu Pétursdóttur Ottesen, sýslumanns í Svignaskarði. Finnbogi ólst upp hjá foreldrum sínum en þau bjuggu í Svignaskarði, Sólheimatungu og síðast og lengst á Stórafjalli í Borgarhreppi og munu þau hafa búið góðu búi og heimilið með menningarbrag. Er foreldrar Finnboga hættu búskap 1883, gerðist hann lausamaður á ýmsum bæjum í Borgarhreppi, s.s. Galtarholti, Jarðlangsstöðum, Beigalda og Ölvaldsstöðum, en árið 1907 flutti hann norður að Hnausum í Húnavatnssýslu til Björns bróður síns er þar bjó og þar dó hann 17. ágúst 1909. Var hann ókvæntur og barnlaus. Finnbogi var smiður góður og smíðaði marga góða gripi úr silfri og kopar. Hann var vel og hagmæltur sem vísur hans sýna, vel greindur og skemmtilegur en nokkuð vínhneigður. Mikill hestamaður var hann og einkar laginn við að temja ódæla fola og var það hans mesta yndi. Hann átti marga snjalla gæðinga og einnig átti hann stóðhross. Heyjaði handa hrossum sínum á sumrin, en fékkst við smíðar annan tíma. (Heimild: Lausavísur eftir Finnboga Kristófersson frá Stórafjalli. Safnað hafa Erlendur og Gunnar Jónssynir frá Ölvaldsstöðum. Bls. 2.) ↑ MINNA