Sigurður Guðmundsson á Heiði í Gönguskörðum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sigurður Guðmundsson á Heiði í Gönguskörðum 1795–1869

EITT LJÓÐ — 23 LAUSAVÍSUR
Sigurður var fæddur á Syðra-Hóli á Skagaströnd 17. desember 1795. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson og kona hans, Guðrún Gunnarsdóttir. Sigurður var bóndi á Heiði í Gönguskörðum 1821–1858. Hann var hreppstjóri og búhöldur góður og orðlagður fjármaður. Orti hann meðal annars Varabálk, mikið safn af heilræðavísum, alls 507 vísur. Varabálkur kom fyrst út 1871, þremur árum eftir dauða höfundar og varð gríðarlega vinsæl bók. (Heimild: Skagfirzkar æviskrár 1850–1890, I, bls. 218)

Sigurður Guðmundsson á Heiði í Gönguskörðum höfundur

Ljóð
Án heitis ≈ 0
Lausavísur
Af því kemur auðna mest
Án kærleika er vonin veik
Bakmálg tunga blekkt háðung
Dæmin máttu sífellt sjá
Grimmur vættur G og T
Hundum ranga hrundu í gang
Hvar sem leið þín liggur
Leitaðu sóma sannleikans
Lyga smiður lífs er mið
Mér er ekki list sú lént
Mjög er bágt við margt að fást
Ósamlyndið elur synd
Sest á Heiði Sigurður
Sífellt kringum sveima hann
Sífellt meining sannleikans
Sína hver einn byrði ber
Synjaðu snauðum síst um brauð
Synjaðu snauðum síst um brauð
Tíma naumum gef að gaum
Það er hrak að bíta í bak
Þegar ég skil við þennan heim
Þegar ég skil við þennan heim
Þó að tíðum þokuloft