Sigurbjörn K. Stefánsson frá Miðhúsagerði, Skag. | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sigurbjörn K. Stefánsson frá Miðhúsagerði, Skag. 1917–1970

SEX LAUSAVÍSUR
Sigurbjörn var fæddur á Spáná í Unadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Stefán Ásmundsson og kona hans, Guðrún Pálsdóttir, sem lengst bjuggu í Miðhúsagerði í Óslandshlíð. Sigurbjörn var skósmiður, bjó á Siglufirði en síðar í Kópavogi. Hann starfaði lengi í kvæðamannafélaginu Iðunni, kunnur fyrir kveðskap og vísnaþætti í útvarpi. Hann gaf út ljóðabókina Skóhljóð árið 1967 og var hún handskrifuð og fjölrituð.

Sigurbjörn K. Stefánsson frá Miðhúsagerði, Skag. höfundur

Lausavísur
Ástir Braga, ættarmót
Meðan líf á leiftursýn
Röddin hreina hljómar þín
Stílaði tjóni störf og skraf
Svartá hæglát syrgir því
Tungan söng um tryggða feng