SöfnÍslenskaÍslenska |
Einar Friðgeirsson á Borg 1863–1929TÍU LAUSAVÍSUR
Einar var fæddur í Garði í Fnjóskadal, sonur Friðgeirs Olgeirssonar söðlasmiðs og Önnu Ásmundsdóttur að Þverá í Dalsmynni og ólst hann upp á Þverá hjá Gísla móðurbróður sínum frá fimm ára aldri. Einar útskrifaðist úr Prestaskólanum 1887 og varð sama ár aðstoðarprestur séra Þorkels Bjarnasonar á Reynivöllum en fékk Borg á Mýrum árið eftir, 1888, og hélt þann stað til æviloka. Hann var prófastur í Mýraprófastsdæmi 1892–1902. Kona Einars var Jakobína Sigurgeirsdóttir frá Galtastöðum. Einar var prýðilega hagmæltur og birtist meðal annars skáldskapur eftir hann í Óðni undir dulnefninu Fnjóskur. (Sjá: Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár I, bls. 348)
Einar Friðgeirsson á Borg höfundurLausavísurAugun tapa yl og glansEf að þorstinn drepur dáð Íslenskan er afbragðs mál Íslenskan er afbragðs mál Íslenskan er afbragðsmál Sankti Pétur sagði mér Það er alveg af og frá Þann ég undrast sólarsið Þó að elli örg sem flagð Þótt ég fram af feigðarnöf |