Jón Sigurðsson frá Bæ í Miðdölum 1685–1720
EITT LJÓÐ — EIN LAUSAVÍSA
Jón var sonur Sigurðar Gíslasonar Dalaskálds og konu hans, Kristínar Guðmundsdóttur. Hann bjó á Bæ í Miðdölum. Um tíma var Jón í þjónustu Odds lögmanns Sigurðssonar. Jón varð ástfanginn af Helgu systur Odds og var sú ást gagnkvæm. Oddur og Sigríður móðir hans lögðust mjög á móti því að þau tækju saman og er sagt að Oddur hafi barið systur sína illa vegna þessa en hún dó skömmu síðar í stórubólu árið 1707. Var hún þá þunguð eftir Jón að því er menn töldu. Tímaríma er talin ort um 1709 og er hún greinilega um Odd MEIRA ↲
Jón var sonur Sigurðar Gíslasonar Dalaskálds og konu hans, Kristínar Guðmundsdóttur. Hann bjó á Bæ í Miðdölum. Um tíma var Jón í þjónustu Odds lögmanns Sigurðssonar. Jón varð ástfanginn af Helgu systur Odds og var sú ást gagnkvæm. Oddur og Sigríður móðir hans lögðust mjög á móti því að þau tækju saman og er sagt að Oddur hafi barið systur sína illa vegna þessa en hún dó skömmu síðar í stórubólu árið 1707. Var hún þá þunguð eftir Jón að því er menn töldu. Tímaríma er talin ort um 1709 og er hún greinilega um Odd lögmann og móður hans og fylgendur þeirra en ómögulegt var vitaskuld að fyrir þau mæðginin Odd og Sigríði að sanna slíkt þar sem efnið var svo listilega framsett, og nöfnum öllum breytt og látin tákna skapgerð og helstu eiginleka persónanna.
Jón drukknaði í Haukadalsá árið 1720 og var hann þá heitbundinn Helgu laundóttur Jóns Hákonarsonar bónda á Vatnshorni í Haukadal. Hún átti síðar launbarn með Agli nokkrum Jónssyni úr Staðarsveit og var það Jón Egilsson (1724 --1807) síðar bóndi á Vatnshorni í Haukadal og kunnur handritaskrifari. Hann skrifaði einmitt upp Tímarímu eftir eiginhandarriti höfundarins, Jóns Sigurðssonar, eftir því sem hann segir sjálfur. Eftir því handriti var ríman svo gefin út í Stakar rímur Frá 16., 17., 18. og 19. öld. Rit Rímnafélagsins IX og er farið hér eftir þeirri útgáfu.
Þegar Jón drukknaði í Haukadalsá stóð hann í málaferlum við Odd Sigurðsson lögmann og tapaði Oddur því máli síðar í hæstaréttri. ↑ MINNA