Jón Einarsson í Árskógi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jón Einarsson í Árskógi d. 1674

EITT LJÓÐ
Jón Einarsson var frá Mói í Fljótum. Hann var prestur í Glæsibæ í Eyjafirði á árunum 1629–1637. Árið 1636 brann bærinn og útihús í Glæsibæ og hrökklaðist Jón þá af staðnum, snauður maður. Hann varð síðan prestur á Stærra Árskógi frá 1637 til æviloka en hafði aðstoðarprest seinustu árin og fluttist þá að Grund í Svarfaðardal að því er talið er. Síðasta æviár sitt var Jón kirkjuprestur á Hólum. Hann drukknaði í Skallá í Svarfaðardal sumarið 1674. Kolbeinseyjarvísur eru einna þekktastar af skáldskap Jóns en einnig voru sálmar prentaðir eftir hann. (Sjá PEÓl: Íslenzkar æviskrár V, bls. 94–95, og Íslenzkt skáldatal a–l, bls. 100–101).

Jón Einarsson í Árskógi höfundur

Ljóð
Kolbeinseyjarvísur ≈ 1650