Kolbeinseyjarvísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kolbeinseyjarvísur

Fyrsta ljóðlína:Rituðust áður rímur og sögur
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbAb
Viðm.ártal:≈ 1650
Tímasetning:1665

Skýringar

Kvæðið er hér tekið eftir útgáfu þess í Blöndu I en þar er það tekið eftir JS 84 8vo sem skrifað er um 1760 og telur útgefandi enga afskrift kvæðisins taka því handriti fram. Kvæðið er einnig í ÍB 390 8vo, bl. 105r–112r, og Rask 94 og fleiri handritum.
Eins og fram kemur í Kolbeinseyjarvísum eru þær ortar fyrir einn þeirra Hvanndalabræðra, Einar Tómasson, og fylgir prestur frásögn hans af ferðinni til Kolbeinseyjar vorið 1616.
Gísli Konráðsson sagnaritari skrifaði þátt af þeim Hvanndalabræðrum þar sem hann styðst fyrst og fremst við Kolbeinseyjarvísur séra Jóns Einarssonar.

Eitt kvæði um reisu þriggja bræðra til Kolbeinseyjar 1616, gert af síra Jóni Einarssyni í Staðarárskógi Anno 1665, 18. febr.

1.
Rituðust áður rímur og sögur
um röskva drengi og hreystimenn,
og sú var menntin mæt og fögur,
mætti þykja og líka enn,
kynni að nást sá Kvásis lögur,
kæta fengi marga senn.
2.
En hvað stirt er óðarsmíði,
edda ei styður ræðuhag.
Fæstum þykir fremd né prýði
fá eður heyra soddan brag.
Vænu efni veit eg hlýðir
vel glóserað kvæðalag.
3.
Hér er að minnast hreystimanna,
þó hvorki bæri sverð né skjöld.
Veit eg öngva vora granna
voga meira nú í öld,
enn þó mætti kaskir kanna
á kólgusjónum ókjör köld.
4.
Kunnir voru að karlmanns hörku
kompánlegir á æskustund,
ekki fjarri eyðimörku
upp ólust við síldargrund,
vantaði hvorki afl né orku
ofurhuga í sinni lund.
5.
Einn af þessum birti eg bróður
biðji að láta upp kvæða rann,
sá er bæði gamall og góður,
greindur í æsku hreystimann,
ber nú í elli bestan hróður,
í barnæskuna kominn er hann.
6.
Thomasson eg traustan nefni
tryggðamann við Hegranes,
sent hefur mér soddan efni,
eg syrgi og fagna þá það les,
öldujórs þá stakk við stefni
stormur, og aldan kringum blés.
7.
Guðs jarteikna gáfu tjáða
glögglega þá mátti sjá,
þar hann með sína bræður báða
í bláhafsskeri úti lá,
sem drottinn gerði dýrstur náða
og dauðans leiddi fári frá.
8.
Greini eg mína gáfu rýra
að glósa rétt um atburð þann,
um Christi verk og kraft að skýra,
kann það enginn lifandi mann.
Hæstur Guð fyrir hjálp svo dýra
á himni og jörðu göfgist hann.
9.
Efnið, sem til orða kemur,
innsett nú í þennan brag,
er af búmanns örfum þremur
alvönum við ferðalag,
afla og veiða seggjum semur
á sjó og landi nótt sem dag.
10.
Bræður áttu byrðing góðan
með bikaða súð og þéttan kjel,
seytján álna, svo skal hljóða,
sögð að lengd hans rimarfjel,
farskip gott, því flest má bjóða,
fært og að öllu búið vel.
11.
Beðnir voru barmar góðir
af biskup herra Guðbrande,
Einar, Jón og Bjarni bróðir,
beint fyrir mikið gjald og fé,
leita upp um laxa slóðir
landsker eignað Kolbeine.
12.
Féll svo til fyrir fimmtiu árum
ferðast vildu bræður þrír
af Hvanndölum með huga klárum,
hraustir stigu á sigludýr,
skeiða kunni á skakkabárum
skábyrðingurinn vænn og nýr.
13.
Formaðurinn veðrið valdi
vaskur, þá frá landi dró,
það var Bjarni á þrítugs aldri,
þar vantaði á vetur tvó,
Einar og Jón eg áður taldi,
yngri en tuttugu ára þó.
14.
Gerðu ei fleiri en sagðir síðan
seggir þrír um hringinn lands
á báruhesti burtu að ríða,
báru þá á kost og fans
á nóni dags með byrinn blíðan,
þó bágur yrði gustur hans.
15.
Þar til lýsti sólin sæla
sund að Grímsey hálfnað var,
kom á austan súld og svæla
og svartaþoka um næturfar,
haföldur ei hölda fæla,
heil tvö dægur áfram bar.
16.
Öll hjá Guði er vernd og valdið,
vörn og tilsjón dag sem nátt.
Sigludýrs þeir teygðu tjaldið
tíðast þá í norðurátt,
ei því gátu austar haldið
á þá leið sem vildu þrátt.
17.
Þar til rúms sér ruddi traustur
ránar jór með valda menn,
að flokkum saman flaug í austur
fýlungar og bjargfuglenn,
samt var hver í huganum hraustur,
hvergi land þó sæist enn.
18.
Fagurt er mark á fugli þessum,
flýgur að morni út um geim
að sækja á hafið björg og blessun,
á bjargið kemur þá aftur heim,
svo nái hann sínum nætursessum
og náðuglega hvíli í þeim.
19.
Merktist þá af fugla flugi,
flæktust þeir í vestursjó,
deigði ei þokan drengja hugi,
dimmviðrinu ei frá þeim sló,
annað var þá ekki áhugi
en aftur að halda að landi þó.
20.
Stórsjórinn með stormi og regni
strengja björninn hrakti þrátt,
aldan vex svo undrum gegnir,
eins var það um dag sem nátt.
Því var ekki í þeirra megni
þá að halda í austurátt.
21.
Seggir báru um segl og reiða,
suður og undan héldu þá,
elti knörinn aldan breiða,
út fyrir keipa hvergi sá.
Engin var þá von til veiða,
vildu fegnir landi ná.
22.
Drottinn var með darra njótum,
dugir hann best í neyðinni.
Drógust með tvennum dægramótum
drengir á heimleiðinni.
Við Hraun þeir náðu höfn í Fljótum,
hrósuðu þeirri veiðinni.
23.
Veðráttan hún varð þá betri,
viku svo að Hvanndölum
heim að fögru foreldra setri
firrtir öllum lífskvölum.
Dagana sex, það sést í letri,
sátu í góðum forlögum.
24.
Uppbyrjuðu í öðru sinni
aðra reisu í Jesú nafn
bræður þrír, eg bert það inni,
burt þeir stigu á dæluhrafn;
enn kom þraut og ekki minni,
áður en náðu legu eð[u]r hafn.
25.
Tvö sem áður dimmleg dægur
dunaði áfram sigludýr,
gaus svo upp með hríð ei hægur
hátt geysandi þokugnýr.
Austansjórinn varð óvægur,
vóx þá fugl, í hafinu býr.
26.
Vanta tók þá værð og náðir,
veik þá myrkrið enn ei frá,
sofnuðu Jón og Bjarni báðir,
bundu strengi og segl við rá.
Einar hlaut með herrans ráði
hálfvakandi stjórnar gá.
27.
Sást þá loks í svartakófi
sólin fögur í vestri var,
austur frá að öðru prófi
eitthvað hvítt fyrir sjónir bar.
Meinti hann að heilt á hófi
hafskip mundi á sigling þar.
28.
Meining sást sú mjög var galin,
mátti senn þar líta um kring,
eylands var það efstur balinn
alhvítur af bjargfýling,
augun fengu hann ekki talinn,
eins að sjá og fífubing.
29.
Sólin tók þá skært að skína,
skorti ekki veðrið bjart.
Bað því Einar bræður sína
bregða svefni og vakna snart,
Kristur mundi kærstur sýna
Kolbeinseyjar bjargið hart.
30.
Hver einn trúi eg handa njóti,
hratt þeir felldu masturstréð.
Þar valt um á rupli og róti
reiða fans og seglið með.
Stóð þar vindur strax á móti,
stefna vildu í eyjar hléð.
31.
Listuga menn á unga aldri
ei mótvindið fékk þá beygt,
röskvir mjög í róðrar skvaldri
reru viku á einni eykt;
upp bar loks að eynni kaldri
eina og væri laufi fleygt.
32.
Senn að lausum sigluböndum
sveimuðu bræður upp á sker,
báru saman með berum höndum
býsna-fugl, sem kæmi í ger,
síðan nærri svanagröndum
sig útbjuggu í fiskiver.
33.
Fiskaveiði ei fengu stóra,
fóru þá á eina vík,
köstuðu þar kaðli og stjóra,
komust upp á nokkra brík.
Þar voru engin börn til blóra,
báru þó til ósköp rík.
34.
Harma má það hryggðarefni,
hvílík yfirsjón það var,
landtog bundið strax við stefni
strikaði laust í fjörunni þar.
Brimsúgur, eg brátt það nefni,
burt það senn frá landi bar.
35.
Flæðar dýrið frá sér misstu,
feikna vindur bar það út,
eftir þeir í þaranum gistu,
þrengdi að dauðans ótti og sút,
stundi brjóstið strax í fyrstu,
streymdi af augum táralút.
36.
Skipinu formann hugði halda,
hélt til sunds í reisur tvær,
eyjar gustur vill því valda,
varla hann aftur landi nær,
brimið vóx og bólgin alda,
en báturinn alltjafnt fjær og fjær.
37.
Frá þeim tókst þá föt og nesti,
fæði og kostur, allt sem eitt,
dýrsta svölun, drykkrinn besti,
drengir höfðu ei eftir neitt.
Það flaut í burt með flæðar hesti
frá sem væri vatni veitt.
38.
Þá voru nógar þrauta nauðir,
þar var ekki bær né borg,
náðust hvorki naut né sauðir,
nálæg engin manna bjorg. –
Hvað var þá, nema hafið og dauði
og hjartað fullt með eymd og sorg.
39.
Burt úr fjörunni bræður venda,
bera upp sína harma þar,
biðja drottin björg að senda,
burt fyrst mannleg hjálpin var,
hugðu að mundu í hungri enda
holds hérvistar raunirnar.
40.
Á sín kné þeir allir féllu,
upp litu til himnanna,
bænarstóll var bjargs á hellu,
bunuðu lækir táranna,
uppfylltu með ópi hvellu
eyru kongsins englanna.
41.
Brátt með þessum bænar skóla
bræður gengu að þeirra sögn,
upp á eyna reika og róla
ráðalausir með stórri þögn.
Guðs á hjálp þá greitt réð bóla,
gerði fyrst á sjóinn logn.
42.
Útnorðurs úr ölduhafi
aftur gerði hægan vind,
slóst þá um, það var ei vafi,
veðrinu undan báru hind,
eyjar tók að nálgast nafir,
náðin Guðs þá, enn var sýnd.
43.
Enn trú eg þeim ótta geri
í aðdýpu þeim mikla hyl,
að steyta mundi skipið á skeri,
er skatnar næðu ekki til,
en þess rennsl í rekinu sneri,
er rekkum gekk þá helst í vil.
44.
Drengir höfðu dráttarfæri,
er drjúgum röktu niður í hring,
slöngvusteini slepptu í snæri,
slóst hann rétt á stafndæling
ofan í skut sem Kristur kæri
kastinu stýrði rétt í kring.
45.
Strax að bragði steinninn undir
stafnlokinu festast réð,
liðu þá ekki langar stundir,
í land þeir toguðu sjóskipeð,
glöddust nú þeir fengu fundið
fansinn, kost og lífið með.
46.
Að Daníels má hér dæmi hyggja,
í dýragröfinni þegar var
og frelsi Guðs hann fékk að þiggja,
fæðu þá honum engill bar,
í dauðans neyð réð djúpt að liggja
en drottinn til hans mundi þar.
47.
Jarteikn Guðs það játa lýðir,
Jónas þegar reisti um haf,
útkastaður svo um síðir
í sjávardúp og dauðans kaf,
en honum dýrðar blóminn blíði
bæði líf og landið gaf.
48.
Búinn var þessum bræðrum líka
banvænn sjór og hungurs morð,
en hjálpar Jesú höndin ríka
hér fyrir setti skjöld og vörð,
drottni sé fyrir dásemd slíka
dýrð og lof um himin og jörð.
49.
Enn sem fyr eg æ má sanna
annað betra en fé eða plóg,
hjástoð Guðs, sem höfum að kanna,
hvergi kemst hún enn í lóg,
allar tungur engla og manna
aldrei kunna að lofa það nóg.
50.
Eftir þennan atburð skeðan
ungir menn, eg það til legg,
bjuggu um skipið betur á meðan,
bæði tóku fugl og egg,
blítt að ofan eins að neðan
amaði hvorki brim né hregg.
51.
Drottinn, sem þá dásemd veitti,
dauðans ótti frá þeim veik,
hver einn afls og handa neytti,
höfðu bræður sig á kreik.
Enginn sig í öðru þreytti
en eiga að veiðum tóm og leik.
52.
Eyjar frónið fyrst þeir kanna
að faðmamáli og stikuðum vað,
fjögur hundruð full það sanna
fyndi að lengd, þeir sögðu það,
hæð og breidd að gátum granna
glöggt sextíu í annan stað.
53.
Flest sér þar um foldu kynna,
fimmslags grjót um bjargið breitt,
langvíurnar veiða og vinna,
vænan geirfugl höndla greitt,
eggjamagran fýlung finna,
fást því ekki við hann neitt.
54.
Allt þeir þetta eyláð greina
uppvaxið með hóla og gjár,
gátu að líta um grjót og steina
grastó engin milli stár.
Mörgu hlýt eg loks að leyna, –
ljóði þeir sem gengur skár.
55.
Þar við eyjar djúp þeir dvöldu
dægur þrjú og líka tvö,
fermdu skipið, fengu og töldu
fugla hundrað eitt og sjö.
Þorsk og egg þeir þar til völdu,
þaðan búnir urðu svo.
56.
Var þá byr sem vildu nýta,
veðrið bjart og himinninn klár.
Þó var ei til lands að líta,
litlar nema þúfur þrjár,
þar sem byrgði hjarnið hvíta,
hæsta fjall við æginn stár.
57.
Betra en fyrri byr þeir náðu,
byrja vildu ferð í land,
landnorðurs að leiði gáðu,
löðrið flaut við sjávarband.
Sjávar hesti seggir áðu
Sigluness við hafnar sand.
58.
Ending varð á þófi þessu,
það er mönnum opinbert,
Alþingis að Maríumessu,
mönnum þótti furðu vert,
nálægt skjól í nauðapressu
náðugur Guð þeim hafði gert.
59.
Voru þá orðnir vegir góðir,
veðrið blítt um láð og geim,
leituðu enn á laxaslóðir,
lentist vel að öllu þeim.
Frómum niðjum faðir og móðir
fagna gerðu komnum heim.
60.
Búin var reisan bræðra þriggja
um bárur hafsins til og frá.
Mætti þar að mörgu hyggja,
menn skulu fyrst þó að því gá,
ekkert gerði eftir liggja,
unga menn sem prýða má.
61.
Vantaði hvorki vöxt né hreysti,
verkhagir til sjós og lands,
formaðurinn frækleik treysti,
fylgdust vel og bræður hans,
flæðar haukur flaug sem neisti,
farkostur og allur fans.
62.
Kompás var til kennileiða
að kanna og ramma hverja átt,
söng i strengjum, segli og reiða,
af siglugögnum vantar fátt.
Fögur sjón réð fyrir greiða
förinni þeirri dag sem nátt.
63.
Þar við bættist harka og hugur,
hafviðrið þá súldið jók.
Þriggja manna þor eða dugur
þvílíkt aldrei fyrir sig tók.
Oft hefur meiri fregn og flugur
fyllt upp gamla sagnabók.
64.
Þó er í öðru þess að gæta,
þar með fylgdi dirfska stór
hverju ekki megnar að mæta
mannsins kraftur, veikr og sljór.
Gumna styrk ei gerir að sæta
geist farandi vindr og sjór.
65.
Hver mun þar svo frár og frækinn
forðast kunni storm eða ský.
Hann, sem oft í háskann sækir,
hlýtur að farast loks þar í;
enginn mann það að sér tæki
eftir að fylgja dæmi því.
66.
Í sjávarháska seggja styrkur
síst mun hafa til þess vo,
dávæn mennt eða dagurinn virkur
dropann minnsta af að þvo,
að flasa í dauðans feikna myrkur,
freista má ei drottins svo.
67.
Að dirfsku slíkri herrann hugði,
hann því lét hér skynja og sjá,
engin mennt né meðal dugði,
mátti takast allt í frá,
svo þá næsta sjálfa uggði
sig að deyja í hungri og þrá.
68.
Þó megum í þriðja lagi
þreifa á drottins almætte,
þegar hann svo veikum vægir
og verndar þá í neyðinne,
ein trú eg hans náðin nægi,
nauðstaddur þó maður sé.
69.
Enginn þar af hjálp kann hreppa,
þó heims sé lánið þúsundfalt,
Guð og sínum gerir ei sleppa,
góss eða líf þá sýnist valt.
Þá er hann næstur, það vil eg keppa,
er þrýtur holdlegt meðalið allt.
70.
Þetta máttu þeir sem fleiri
þegar sanna hver fyrir sig.
Neyð var stór en náðin meiri, –
nú vil eg, Einar, tala við þig:
„Kærleikur þinn kvæðið heyri,
kveða fyrst þú beiddir mig.
71.
Mildinni Jesú muntu þakka
marga hjálp sem allir vær,
einkum þá þú fórst að flakka
ferðamóður þær reisur tvær.
Við drottin má ei deila né snakka,
þó daprast yrðir þú fyrir þær.
72.
Þó muntu síst þeim þökkum gleyma,
þær ei kunna gerast við of,
að yður Guð réð alla geyma
inn svo fallna í dauðans gröf,
lífs svo kunnu að landi sveima,
lof sé drottni fyrir þá gjöf.
73.
Enn er eftir bólgin bylgja,
brýst á konga höll sem kot.
Það er sú svarta dauðans dylgja,
dregur oss alla í skúmaskot.
Drottinn geri oss fast að fylgja
í fagnaðarins og dýrðar slot.
74.
Þig hefur Kristur krýnt með æru,
kæri vin, frá æsku strax,
bið eg nú þínar blessi hærur
brátt með hætti sama slags,
lentu á dýrðar landi skæru,
er leiðin þrýtur ævidags.
75.
Herrann, yðar hæsti sjóður,
hann sjálfráði nefndur er,
hann oss siðar, hann er fróður,
hann oss tjáði miskunn hér,
hann oss friðar, hann er góður,
hann oss náði, – en kvæðið þver.
Endir.