SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Konráð Gíslason 1808–1891SJÖ LAUSAVÍSUR
Konráð var fæddur á Löngumýri í Skagafirði, elsta barn Gísla Konráðssonar sagnaritara og konu hans, Efemíu Benediktsdóttur. Konráð lauk prófi frá Bessastaðaskóla vorið 1831 og sigldi til náms við Kaupmannahafnarháskóla um haustið og kom ekki aftur til Íslands. Hann hóf nám í lögfræði en sneri sér brátt að norrænum fræðum. Hann gaf út tímaritið Fjölni ásamt þeim Jónasi Hallgrímssyni, Brynjólfi Péturssyni og Tómasi Sæmundssyni en þeir voru allir skólabræður úr Bessastaðaskóla. Konráð varð styrkþegi Árnasafns 1839 og vann næstu ár að orðabókargerð og rannsóknum á íslensku máli. Árið 1848 varð hann kennari við Kaupmannahafnarháskóla og síðan prófessor við skólann 1853–1886.
Konráð Gíslason höfundurLausavísurÁ sjávarbotni sitja tveirEnginn betur kann að kyngja Ég er gimbur ég er timburmaður Gvilelmína grátin sat Keitu Freyddi froðan rík Sjávarbylgjur belja oft Þegar loks vér föllum frá |