| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Enginn betur kann að kyngja

Bls.128
Flokkur:Gamanvísur

Skýringar

Vísuna kvað Konráð um Magnús Hákonarson, sem þá var í Kaupmannahöfn en gerðist síðan prestur í Reynisþingum. Benedikt Gröndal segir þetta vera „í vísum um Magnús Hákonarson“ sem hafa þá trúlega verið nokkrar.
Enginn betur kann að kyngja
kjöti feitu og þess konar,
líka gjörir hann sætt að syngja
og sæmilegana tittlingar,
gjörir einnig glösum hringja
gáfumaðurinn hér og þar.