Jón Hallsson (f. um 1470– d. um 1540). | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jón Hallsson (f. um 1470– d. um 1540).

EITT LJÓÐ
Jón var sýslumaður í Rangárþingi og bjó í Næfurholti á Rangárvöllum og síðar í Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Kona Jóns hét Hólmfríður Erlendsdóttir en hennar fékk hann nokkru eftir lát fyrri manns hennar, Einars Eyjólfssonar. Eru af því sagnir nokkrar að vingott hafi verið með þeim Jóni og Hólmfríði áður en Einar andaðist. Jón var talinn með bestu skáldum sinnar tíðar og getur Jón Arason biskup hans sérstaklega í vísu þeirri er hann telur upp höfuðskáld í hverjum landsfjórðungi: Hallsson hróðrarsnilli / hefur kunnað fyr sunnan. Ekki er nú þekktur annar skáldskapur eftir Jón Hallsson en Ellikvæði hans. (Sjá einkum Sýslumannaæfir IV, bls. 418–421)

Jón Hallsson (f. um 1470– d. um 1540). höfundur

Ljóð
Erindi nökkur úr Ellikvæði Jóns Hallssonar ≈ 1525