" Á fjaðra spariklæðum ". | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

" Á fjaðra spariklæðum ".

Fyrsta ljóðlína:Ég frá bernsku alltaf hef
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Ljóðabréf

Skýringar

Torfi Guðlaugsson sendi ljóðakver er hann hafði samið, „ Á fjaðra spariklæðum. “
Ég frá bernsku alltaf hef
yndi af stöku og kvæðum.
Frá þér Torfi fékk ég bréf
með „ Fjaðra spariklæðum “.

Þetta kver mitt gladdi geð
frá góðum vini slyngum.
Enda vísum eyru léð
frá ýmsum hagyrðingum.

Brot úr skáldi Guð oss gaf
með gleði stundum yrkjum.
Samt við lifum aldrei af
neinum skáldastyrkjum.

Víst mun ég sem vera ber
vísur þínar muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir sendinguna.