Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Gleðileg jól | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Gleðileg jól

Fyrsta ljóðlína:Vinum mínum ég verð að tjá
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:1995
Flokkur:Jólaljóð

Skýringar

Jólakveðja 1995...
Vinum mínum ég verð að tjá
váleg tíðindi héðan,
en engum má bregða er þeir sjá
örlagaboðskap téðan.

Upp er þið takið tómlegt kort
til þess að lesa og njóta.
Sjáið! Um jól er ekkert ort,
það allanga hefð mun brjóta.

Um þessa hátíð í ára rás
ýmiss var bragur skráður,
af versum það teljast verður glás!
Verði þeim enginn háður.

Að þessu varla orðum kem,
er mér því sæmst að þegja.
Um bása og jötur í Betlehem
búið er allt að segja.